Documentation

Borgun, all rights reserved. 2017 ©

UFUK Færslulýsing

Lýsing á formi/streng sem innsendar færslur úr kassakerfum/boðgreiðslukerfum þurfa að vera á til að kerfi SaltPay geti tekið við þeim. Skjalið er ætlað tæknilegum umsjónamönnum kassakerfa. Mælt er með að nota MCI10 sniðið sé möguleiki á því. Nánari upplýsingar fást hjá SaltPay.

Hver færsla er 80 stafir.

UF færsla

Í UF færslu er sett samtala bunka og ýmsar upplýsingar sem eiga við bunkann í heild.

Svæði Skýring
1-2 Einkenni færslu er UF
3-9* Aðildarfyrirtækisnúmer (samningsnúmer)
10-12* Frátekið, þarf ekki að fylla út.
13-18* Bunkanúmer sem tengir saman úttektarfærslur (UK) við bunkafærslur (UF), engir 2 bunkar með sama númeri
19-24 Dagsetning bunka (DDMMÁÁ)
25-33 Heildarupphæð í bunka með aurum
34-61 Autt svæði
62-68 Tilvísunarsvæði aðildarfyrirtækis (frjáls texti, 8 stafir) /autt svæði
70 Setjið inn 6 ef heildarupphæð bunka er í mínus (bakfærslur)
71-80 Autt svæði

UK færsla

Í UK færslu eru settar allar úttektarfærslur.

Svæði Skýring
1-2 Einkenni færslu er UK
3-9* Aðildarfyrirtækisnúmer (samningsnúmer)
10-12* Frátekið, þarf ekki að fylla út.
13-18* Bunkanúmer sem tengir saman úttektarfærslur (UK) við bunkafærslur (UF)
19-34 Kortnúmer, EUROPAY kort byrja alltaf á “5” (með vartölu prófi 10 (modulus 10 check)). Fyrir kortnúmer sem eru styttri en 16 stafir er fyllt upp með auðu fyrir aftan.
35-41 Seðilnúmer, þ.e. hlaupandi númer úttektar, engin tvö eins innan keyrslu.
42-47 Dagsetning úttektar á forminu DDMMÁÁ. Athugið að þessi dagsetning ræður hvenær færslan fer í innheimtu m.ö.o. nýtt tímabil hefst 18. hvers mánaðar(skv.1.reglu).
48-55 Upphæð úttektar með aurum.
56-58 Autt svæði
59 6 ef um bakfærslu/kreditfærslu er að ræða, annars autt
60-80 Autt svæði

(*) = svæðin eru eins í UF og UK
Athugið að allar færslur verða að enda á þegar færslur eru sendar inn á ASCII formi.

##Dæmi##

*...+....1....+....2....+....3....+....4....+....5....+....6....+....7....+....8....+....9 
UF9000000000059453150510007484900                             
UK90000000000594535587000000012002005705715051000778700                  
UF9000000000059453150510007484900 UK9000000000059453377846123456789 005705715051000778700